Eygló Harðardóttir: "Þegar við undirritum samning förum við eftir samningi" Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. júlí 2015 13:00 Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir tekist á í pólítík enda fólk fylgið sannfæringu sinni. Hún ræðir Framsóknarflokkinn, stjórnarsamstarfið og eiginmanninn sem hún vissi að elskaði sig þegar hann gaf henni Barböru Streisand disk. Þá talar Eygló um búslóðina sem brann í fyrra og hvers vegna samningur Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu fatlaðs fólks hefur ekki verið lögfestur. Eygló var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Öryrkjabandalag Íslands hefur kallað eftir því að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu fatlaðs fólks verði lögfestur, en Ísland skrifaði undir árið 2007, því það tryggi best réttarstöðu þeirra. Hvers vegna hefur það ekki verið gert? „Við höfum verið að vinna að því að innleiða samninginn. Ég hef að vísu heyrt það erlendis frá að við þykjum svolítið öðruvísi hvað það varðar, að við leggjum mikla áherslu á það að þegar við undirritum samning förum við eftir samningi. Við lögfestum ekki samning fyrr en við höfum uppfyllt það sem þarf til að fara eftir honum," segir Eygló. Innanríkisráðherra mun leggja það til, en innanríkisráðuneytið hefur verið að vinna að því að gera nauðsynlegar lagabreytingar.„Ég hef síðan verið með vinnu í gangi að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustulögin. Ég vonast til þess að sú vinna gangi vel, en hún tekur hinsvegar tíma. Þetta eru viðamiklir lagabálkar. Þar eru menn að horfa til þeirra ákvæða sem koma fram í þessum samningi. Allt sem við höfum verið að gera, framkvæmdaáætlun og lagabreytingar, erum við að vinna á grundvelli þessarar undirritunar okkar. Við teljum hinsvegar rétt að uppfylla samninginn áður en við lögfestum hann." Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir tekist á í pólítík enda fólk fylgið sannfæringu sinni. Hún ræðir Framsóknarflokkinn, stjórnarsamstarfið og eiginmanninn sem hún vissi að elskaði sig þegar hann gaf henni Barböru Streisand disk. Þá talar Eygló um búslóðina sem brann í fyrra og hvers vegna samningur Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu fatlaðs fólks hefur ekki verið lögfestur. Eygló var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Öryrkjabandalag Íslands hefur kallað eftir því að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu fatlaðs fólks verði lögfestur, en Ísland skrifaði undir árið 2007, því það tryggi best réttarstöðu þeirra. Hvers vegna hefur það ekki verið gert? „Við höfum verið að vinna að því að innleiða samninginn. Ég hef að vísu heyrt það erlendis frá að við þykjum svolítið öðruvísi hvað það varðar, að við leggjum mikla áherslu á það að þegar við undirritum samning förum við eftir samningi. Við lögfestum ekki samning fyrr en við höfum uppfyllt það sem þarf til að fara eftir honum," segir Eygló. Innanríkisráðherra mun leggja það til, en innanríkisráðuneytið hefur verið að vinna að því að gera nauðsynlegar lagabreytingar.„Ég hef síðan verið með vinnu í gangi að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustulögin. Ég vonast til þess að sú vinna gangi vel, en hún tekur hinsvegar tíma. Þetta eru viðamiklir lagabálkar. Þar eru menn að horfa til þeirra ákvæða sem koma fram í þessum samningi. Allt sem við höfum verið að gera, framkvæmdaáætlun og lagabreytingar, erum við að vinna á grundvelli þessarar undirritunar okkar. Við teljum hinsvegar rétt að uppfylla samninginn áður en við lögfestum hann."
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira