Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 12:31 Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri. mynd/universal Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins. Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins.
Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00
Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18