Jordan Spieth lætur pressuna ekki trufla sig 15. júlí 2015 22:30 Spieth slær úr glompu á æfingahring á St. Andrews í gær. Getty. Þrátt fyrir að augu allra séu á Bandaríkjamanninum Jordan Spieth fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í fyrramálið þá segist þessi ungi kylfingur ekki vera stressaður fyrir morgundeginum. Spieth hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, Masters og US Open, en hann sigraði einnig á John Deere Classic í síðust viku. „Ég mun ekki hugsa um sigrana sem ég hef náð á árinu þegar að ég tía upp á fyrsta hring á St. Andrews,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir æfingahringinn í dag. „Að sjálfsögðu lætur maður sig dreyma um sigur en það sem mér finnst erfiðast er að leika þennan golfvöll, sagan hérna er svo mikil og goðsagnirnar svo margar að það eitt gerir mann stressaðan.“ Spieth hefur aðeins leikið St. Andrews fjórum sinnum áður í móti sem sumir telja að það muni vinna gegn honum á móti reyndari kylfingum um helgina. Hann hefur leik ásamt Dustin Johnson og Hideki Matsuyama klukkan hálf níu í fyrramálið en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 08:00. Rástíma allra keppenda má nálgast hér. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrátt fyrir að augu allra séu á Bandaríkjamanninum Jordan Spieth fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í fyrramálið þá segist þessi ungi kylfingur ekki vera stressaður fyrir morgundeginum. Spieth hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, Masters og US Open, en hann sigraði einnig á John Deere Classic í síðust viku. „Ég mun ekki hugsa um sigrana sem ég hef náð á árinu þegar að ég tía upp á fyrsta hring á St. Andrews,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir æfingahringinn í dag. „Að sjálfsögðu lætur maður sig dreyma um sigur en það sem mér finnst erfiðast er að leika þennan golfvöll, sagan hérna er svo mikil og goðsagnirnar svo margar að það eitt gerir mann stressaðan.“ Spieth hefur aðeins leikið St. Andrews fjórum sinnum áður í móti sem sumir telja að það muni vinna gegn honum á móti reyndari kylfingum um helgina. Hann hefur leik ásamt Dustin Johnson og Hideki Matsuyama klukkan hálf níu í fyrramálið en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 08:00. Rástíma allra keppenda má nálgast hér.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira