Matvælastofnun kortleggur útbreiðslu lúsmýs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 14:09 Húsakynni Matvælastofnunar. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31