Tiger bjartsýnn fyrir Opna breska 15. júlí 2015 09:00 Tiger undirbýr æfingu á St. Andrews í gær. Getty Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn. Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn.
Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira