Ekkert lát á sigurgöngu Spieth | Fowler lék best í Skotlandi 13. júlí 2015 09:15 Spieth getur ekki hætt að vinna stór golfmót. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira