Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir opna breska 12. júlí 2015 21:45 Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira