Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Linda Blöndal skrifar 29. júlí 2015 19:30 Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira