GSÍ biður Björgvin og Kára afsökunar 28. júlí 2015 16:01 Björgvin Þorsteinsson. vísir/GVA Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands
Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00