Mesti hagnaður Ford í 15 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:31 Ford F-150. Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent