Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:35 Þórður Rafn. Vísir/getty „Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“ Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira