Signý: Á púttin inni á morgun Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:19 Signý Arnórs Mynd/Sigurður Elvar „Það er alltaf markmiðið að vera í efsta sæti og ég er bara nokkuð sátt með að vera komin þangað,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, eftir þriðja hringinn á Íslandsmótinu í höggleik í dag. „Þetta var allt frekar gott í dag fyrir utan eitt högg hérna á átjándu. Það mættu fleiri pútt detta hjá mér en ég á það inni á morgun.“ Signý sem var fjórum höggum á eftir Sunnu Víðisdóttir í upphafi dags nýtti sér vel mistök Sunnu sem átti í miklum erfiðleikum í dag. „Þær áttu erfitt uppdráttar í dag á sama tíma og ég var að spila nokkuð jafnt og stöðugt. Ég náði að nýta mér það með því að einblína bara á eigin spilamennsku en það er ekki hægt að segja að þetta gerist ekki fyrir mig á morgun. Ég fer inn í þetta með sama leikplan og vonast til þess að spila stöðugt golf.“ Signý hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en handan við hornið bíða bæði Sunna og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem þekkja það að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Þær hafa það fram yfir mig og ég á ekki von á öðru en að þetta verði spennandi á morgun. Það eru átján holur eftir og þetta er ekki búið fyrr en þú labbar út af síðustu flötinni. Það þýðir ekkert fyrir mig að byrja að hugsa um bikarinn, ég verð bara að spila mitt golf á morgun og næ vonandi að halda þessu áfram á morgun.“ Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Það er alltaf markmiðið að vera í efsta sæti og ég er bara nokkuð sátt með að vera komin þangað,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, eftir þriðja hringinn á Íslandsmótinu í höggleik í dag. „Þetta var allt frekar gott í dag fyrir utan eitt högg hérna á átjándu. Það mættu fleiri pútt detta hjá mér en ég á það inni á morgun.“ Signý sem var fjórum höggum á eftir Sunnu Víðisdóttir í upphafi dags nýtti sér vel mistök Sunnu sem átti í miklum erfiðleikum í dag. „Þær áttu erfitt uppdráttar í dag á sama tíma og ég var að spila nokkuð jafnt og stöðugt. Ég náði að nýta mér það með því að einblína bara á eigin spilamennsku en það er ekki hægt að segja að þetta gerist ekki fyrir mig á morgun. Ég fer inn í þetta með sama leikplan og vonast til þess að spila stöðugt golf.“ Signý hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en handan við hornið bíða bæði Sunna og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem þekkja það að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Þær hafa það fram yfir mig og ég á ekki von á öðru en að þetta verði spennandi á morgun. Það eru átján holur eftir og þetta er ekki búið fyrr en þú labbar út af síðustu flötinni. Það þýðir ekkert fyrir mig að byrja að hugsa um bikarinn, ég verð bara að spila mitt golf á morgun og næ vonandi að halda þessu áfram á morgun.“
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira