Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 12:00 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er." Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er."
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira