Rafmagnsbíll 1,779 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 16:42 Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður