Merki um vökvaskort á æfingu Rikka skrifar 28. júlí 2015 14:00 vísir/getty Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið
Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið