Stærsti driftviðburður ársins í kvöld Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 11:00 Toyota Supra driftar. Drift er það mótorsport sem stækkar hvað örast í heiminum og ekki af ástæðulausu enda mjög áhorfendavænt. Hraði, reykur, hávaði og spól einkenna sportið en um þessar mundir er það í stórsókn á Íslandi. Driftdeild AÍH ásamt fleiri aðilum hafa fengið hingað til lands keppnislið í drifti frá Danmörku skipað Íslendingum. Saman eiga þeir feðgar Atli Óðinsson og Óðinn Hauksson fullsmíðaðan keppnisdriftbíl af gerðinni Toyota Supra sem áætluð er um 700 hestöfl. Munu þeir leika listir sínar ásamt flottum hópi íslenskra ökuþóra í kvöld 24. júlí á Rallýkrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Svæðið opnar kl 19:00 og mun bílasýning til hliðar við brautarakstur standa yfir allan tímann. Aksturssvæði AÍH-manna er best búna svæði landsins fyrir sportið og er mikið notað af alls kyns keppnistækjum. Veitingasala með léttum veitingum verður á staðnum. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en Ólafur Ásgeir útvarpsmaður á FM957. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent
Drift er það mótorsport sem stækkar hvað örast í heiminum og ekki af ástæðulausu enda mjög áhorfendavænt. Hraði, reykur, hávaði og spól einkenna sportið en um þessar mundir er það í stórsókn á Íslandi. Driftdeild AÍH ásamt fleiri aðilum hafa fengið hingað til lands keppnislið í drifti frá Danmörku skipað Íslendingum. Saman eiga þeir feðgar Atli Óðinsson og Óðinn Hauksson fullsmíðaðan keppnisdriftbíl af gerðinni Toyota Supra sem áætluð er um 700 hestöfl. Munu þeir leika listir sínar ásamt flottum hópi íslenskra ökuþóra í kvöld 24. júlí á Rallýkrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Svæðið opnar kl 19:00 og mun bílasýning til hliðar við brautarakstur standa yfir allan tímann. Aksturssvæði AÍH-manna er best búna svæði landsins fyrir sportið og er mikið notað af alls kyns keppnistækjum. Veitingasala með léttum veitingum verður á staðnum. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en Ólafur Ásgeir útvarpsmaður á FM957. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent