Mikil spenna eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 06:30 Signý og Sunna Víðisdóttir deila efsta sætinu í kvennaflokki. mynd/gsí Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék manna best í karlaflokki í gær; á alls 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þórður, sem hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf-mótaröðinni á þessu ári, hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari en byrjunin hjá honum í ár lofar góðu. Axel Bóasson, GK, er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, kemur næstur í 3. sæti en hann lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Andri Már Óskarsson (GKG), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru jafnir í 4.-6. sæti en þeir léku allir á 71 höggi, eða einu undir pari. Í kvennaflokki deila þær Sunna Víðisdóttir, GR, og Signý Arnórsdóttir efsta sætinu eftir fyrsta daginn. Þær léku báðar á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, kemur næst í 3. sæti en hún lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Ríkjandi Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 4. sæti en hún lék á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, er svo í 5. sæti á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.Vegna mistaka voru upplýsingar um gang mála í kvennaflokki ekki með í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þeim. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék manna best í karlaflokki í gær; á alls 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þórður, sem hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf-mótaröðinni á þessu ári, hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari en byrjunin hjá honum í ár lofar góðu. Axel Bóasson, GK, er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, kemur næstur í 3. sæti en hann lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Andri Már Óskarsson (GKG), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru jafnir í 4.-6. sæti en þeir léku allir á 71 höggi, eða einu undir pari. Í kvennaflokki deila þær Sunna Víðisdóttir, GR, og Signý Arnórsdóttir efsta sætinu eftir fyrsta daginn. Þær léku báðar á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, kemur næst í 3. sæti en hún lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Ríkjandi Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 4. sæti en hún lék á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, er svo í 5. sæti á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.Vegna mistaka voru upplýsingar um gang mála í kvennaflokki ekki með í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þeim.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira