Næsti Prius PHEV með 55 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 09:56 Toyota Prius PHEV Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent
Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent