Kynnir Porsche rafmagnsbíl í Frankfurt? Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 16:39 Margir vilja hafa þetta merki á húddinu hjá sér. Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent
Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent