Ný stikla úr James Bond – Spectre Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 15:21 Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður