Sala Volkswagen féll um 9% í júní Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 14:52 Nýir Volkswagen bílar. Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent