Toyota innkallar 5.450 bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:32 Toyota Yaris. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5.450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast. Þessi innköllun er á heimsvísu og hér á landi gætu einnig verið Toyota bílar af gerðunum Tundra og Sequoia framleiddir í Bandaríkjunum með þessari gerð af öryggispúðum. Eigendur slíkra bíla geta snúið sér til næsta Toyota þjónustuaðila sem getur aflað upplýsinga um hvaða Toyota bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru í þessari innköllun. Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5.450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast. Þessi innköllun er á heimsvísu og hér á landi gætu einnig verið Toyota bílar af gerðunum Tundra og Sequoia framleiddir í Bandaríkjunum með þessari gerð af öryggispúðum. Eigendur slíkra bíla geta snúið sér til næsta Toyota þjónustuaðila sem getur aflað upplýsinga um hvaða Toyota bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru í þessari innköllun. Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent