Hringinn á rafmagnsbíl á 30 tímum Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 09:32 Tesla Model S bíllinn hlaðinn á Hótel Rangá. Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður