Fótbolti

Vidal búinn að semja við Bayern

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arturo Vidal.
Arturo Vidal. Vísir/getty
Forseti Juventus staðfesti í dag að síleski miðjumaðurinn Arturo Vidal væri á förum frá félaginu og að hann væri búinn að komast að samkomulagi við þýsku meistarana í Bayern Munchen.

Hinn 28 árs gamli Vidal hefur verið orðaður við stórlið út um alla Evrópu undanfarin ár en hann hefur verið einn besti leikmaður Juventus frá því að hann kom frá Leverkusen árið 2011. Lék hann stórt hlutverk í liðinu sem komst í úrslit Meistaradeildarinnar í vor.

Áhugi á honum snarminnkaði hinsvegar er hann lenti í árekstri í sumar undir áhrifum áfengis á meðan Suður-Ameríkukeppnin stóð yfir og hefur verðmiðinn á honum lækkað fyrir vikið.

Vidal verður fjórði leikmaðurinn sem fer frá ítölsku meisturunum í sumar á eftir Carlos Tevez, Andrea Pirlo og Angelo Ogbonna. Er honum ætlað að taka stöðu Bastian Schweinsteiger sem gekk til liðs við Manchester United á dögunum frá Bayern Munchen.


Tengdar fréttir

Vidal klár með fimm ára samning við Real Madrid

Arturo Vidal hefur gert fimm ára samning við Real Madrid samkvæmt heimildum spænska blaðsins Sport en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með bæði Juventus og landsliði Síle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×