Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2015 21:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04