Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2015 14:00 Stórlaxi sleppt í Svalbarðsá Mynd: Hreggnasi Svalbarðsá var opnuð 1. júlí en þessi skemmtilega á er þekkt fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Stórlaxahlutfallið í ánni er með því besta, ef ekki það besta á landinu en staðan í ánni núna er sú að 75 laxar eru komnir á land og það sem vekur athygli er að þetta er allt stórlax. Aðeins er veitt á tvær stangir í ánni svo þetta er með besta móti þar nyrðra. Árnar í Þistilfirði koma gjarnan aðeins seinna inn en veiðin getur þó oft verið ágæt frá opnun. Þeir sem hafa verið það heppnir eða öllu heldur sýnt það mikla forsjá að bóka með fyrirvara síðsumarið lenda iðullega í veislu þegar stóru hængarnir fara að taka flugurnar. Algengt er að ná 18-20 punda fiskum í ánni þó að mesta veiðin sé í stærðum 12-16 pund. Stærri fiskar sjást þó iðullega í henni en þeir eru heldur tregir í flugurnar. Það eru þó nokkrir lunknir veiðimenn sem setja iðullega í þessa laxa en þeir eru ekki margir sem hafa betur í baráttunni við þessa höfðingja. Meðalveiðin í Svalbarðsá er 416 laxar en mesta veiðin var árið 2011 en það ár veiddust 573 laxar. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Svalbarðsá var opnuð 1. júlí en þessi skemmtilega á er þekkt fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Stórlaxahlutfallið í ánni er með því besta, ef ekki það besta á landinu en staðan í ánni núna er sú að 75 laxar eru komnir á land og það sem vekur athygli er að þetta er allt stórlax. Aðeins er veitt á tvær stangir í ánni svo þetta er með besta móti þar nyrðra. Árnar í Þistilfirði koma gjarnan aðeins seinna inn en veiðin getur þó oft verið ágæt frá opnun. Þeir sem hafa verið það heppnir eða öllu heldur sýnt það mikla forsjá að bóka með fyrirvara síðsumarið lenda iðullega í veislu þegar stóru hængarnir fara að taka flugurnar. Algengt er að ná 18-20 punda fiskum í ánni þó að mesta veiðin sé í stærðum 12-16 pund. Stærri fiskar sjást þó iðullega í henni en þeir eru heldur tregir í flugurnar. Það eru þó nokkrir lunknir veiðimenn sem setja iðullega í þessa laxa en þeir eru ekki margir sem hafa betur í baráttunni við þessa höfðingja. Meðalveiðin í Svalbarðsá er 416 laxar en mesta veiðin var árið 2011 en það ár veiddust 573 laxar.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði