Fótbolti

Guardiola ekki búinn að ákveða næsta skref

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guardiola var léttur í æfingarferðinni.
Guardiola var léttur í æfingarferðinni. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, segist ekki hafa tekið neina ákvörðun hvað varðar framtíð sína en hann er á lokaári samnings síns hjá Bayern Munchen. Guardiola sem skrifaði undir þriggja ára samning árið 2013 en hann hefur orðið þýskur meistari bæði árin sín með liðið.

Guardiola tók við af Jupp Heycknes í júní 2013 og hefur stýrt liðinu til sigurs í þýsku deildinni sem og bikarnum en honum hefur ekki tekist að komast lengra en undanúrslitin í Meistaradeildinni. Datt hann út gegn Real Madrid fyrra árið en gegn fyrrum félagi sínu, Barcelona, á síðasta tímabili.

Er hann fyrir vikið afar eftirsóttur og gætu mörg félög hugsað sér að fá hann til að taka við taumunum þegar samningi hans lýkur hjá Bayern Munchen fari ekki svo að hann framlengi hjá félaginu en Manchester City hefur mikið verið nefnt í því samhengi.

„Þetta verður í síðasta sinn sem ég ræði þetta, ég mun taka ákvörðun síðar þegar ég veit hvað er best fyrir félagið en ég hef ekkert rætt við önnur lið. Hvort ég verði áfram eða hætti veit ég ekki en ég mun láta stjórnina vita undir eins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×