Veðurstofan spáir ágætis veðri í Vestmannaeyjum um helgina. Þó er búist við strekkingi af austri í Vestmannaeyjum í dag og mun rigna af og til allan daginn. Þetta segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi.
Fjölmargir munu leggja leið sína til Vestmannaeyja þar sem Þjóðhátíð verður að vanda haldin í Herjólfsdal.
„Strax á morgun, föstudag, batnar veðrið því þá lægir vindinn og það léttir til. Á laugardag og sunnudag er spáð ágætasta veðri í Eyjum, vindur verður ekki til ama og sólin lætur eitthvað sjá sig, en það er möguleiki á smávegis rigningardropum á sunnudeginum.“
Teitur segir að nýjustu spári geri síðan ráð fyrir að veður verði einnig skaplegt á mánudeginum. „Hitinn í Eyjum verður lengst af á bilinu 10 til 15 stig um helgina.“
Helgarveðrið í Eyjum: Spá ágætasta veðri en einhverri rigningu

Tengdar fréttir

Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.

Helgarveðrið á Ísafirði: Batnar þegar líða tekur á helgina
Á sunnudaginn batnar veðrið svo um munar þegar vindinn lægir og sólin fer að skína.

Verslunarmannahelgarveðrið á landinu: „Það verður sitt lítið af hverju fyrir alla“
Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að flestir landshlutar fái einhverja rigningu en einnig vænan skammt af sólskini.

Helgarveðrið á Akureyri: Hæg norðanátt og að mestu þurrt
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ fara fram á Akureyri um helgina.

Helgarveðrið á Austfjörðum: Útlit fyrir hæglætisveður
Veðurfræðingur segir að ekki sé spáð úrkomu fyrir austan.