Vilja hærri oktantölu bensíns í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 15:10 Bensín með lágri oktantölu skila minna afli. Vísir/Getty Umhverfisstofnun Bandaríkjanna þrýstir nú á að bensínframleiðendur framleiði bensín með hærri oktantölu en nú er við líði þar vestra. Ef oktantalan væri hærri í Bandaríkjunum, en þar er hún 87 í stað 95 hér á landi, myndi það hafa jákvæð áhrif á eyðslu og mengun bíla og yrði mikið framfaraskref í umhverfisvernd. En hvað er oktantala bensíns? Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins. Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma. Þetta er gert með rafneista úr kertinu. Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn. Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni upp um strokkinn. Þegar lofti er þrýst saman hækkar hitastigið og þetta getur leitt til þess að það kvikni sjálfkrafa í bensínblöndunni og það á sem sagt ekki að gerast í bensínvél. En afl bensínvélar ræðst líka af því hversu mikið bensínblöndunni er þjappað saman áður en kveikt er í henni. Meiri þjöppun skilar meira afli. Þess vegna gefur bensínið eftir, því meira afl sem það þolir meiri þjöppun, áður en kviknar í því. Þessi eiginleiki er táknaður með oktantölu og því hærri sem oktantalan er, því meiri þjöppun þolir bensínblandan og vélin þarf fyrir vikið minna af bensíni. Nútíma vélar, ekki síst þær sem nýtast við forþjöppur þurfa háoktan bensín og sem dæmi þarf 2,3 lítra EcoBoost vélin í Ford Mustang að minnsta kosti 93 oktana bensín og nær með því 310 hestöflum. Með lægri oktantölu skilar hún minna afli og getur að auki skemmst. Ekki er ósennilegt að Bandaríkjamenn neyðist til að hækka oktantölu bensíns þar í landi með háþrýstari vélum nútímans og aukinni notkun forþjappa, en það gæti tekið nokkur ár. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna þrýstir nú á að bensínframleiðendur framleiði bensín með hærri oktantölu en nú er við líði þar vestra. Ef oktantalan væri hærri í Bandaríkjunum, en þar er hún 87 í stað 95 hér á landi, myndi það hafa jákvæð áhrif á eyðslu og mengun bíla og yrði mikið framfaraskref í umhverfisvernd. En hvað er oktantala bensíns? Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins. Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma. Þetta er gert með rafneista úr kertinu. Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn. Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni upp um strokkinn. Þegar lofti er þrýst saman hækkar hitastigið og þetta getur leitt til þess að það kvikni sjálfkrafa í bensínblöndunni og það á sem sagt ekki að gerast í bensínvél. En afl bensínvélar ræðst líka af því hversu mikið bensínblöndunni er þjappað saman áður en kveikt er í henni. Meiri þjöppun skilar meira afli. Þess vegna gefur bensínið eftir, því meira afl sem það þolir meiri þjöppun, áður en kviknar í því. Þessi eiginleiki er táknaður með oktantölu og því hærri sem oktantalan er, því meiri þjöppun þolir bensínblandan og vélin þarf fyrir vikið minna af bensíni. Nútíma vélar, ekki síst þær sem nýtast við forþjöppur þurfa háoktan bensín og sem dæmi þarf 2,3 lítra EcoBoost vélin í Ford Mustang að minnsta kosti 93 oktana bensín og nær með því 310 hestöflum. Með lægri oktantölu skilar hún minna afli og getur að auki skemmst. Ekki er ósennilegt að Bandaríkjamenn neyðist til að hækka oktantölu bensíns þar í landi með háþrýstari vélum nútímans og aukinni notkun forþjappa, en það gæti tekið nokkur ár.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent