Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2015 12:00 Veiðin í laxveiðiánum hefur verið góð í sumar og er samkvæmt viðmiðunarám Landssambands Veiðifélaga 22% yfir meðalsumri. Það er sérstaklega áhugavert að skoða vikuveiðina í ánum sem eru hæstar á listanum þessa vikuna en sem dæmi um frábæra veiði er vikuveiðin í Blöndu 734 laxar af öllum svæðum á samtals 14 stangir sem er rúmlega 7 laxar á dagstöngina. Í Miðfjarðará er vikuveiðin 684 laxar á 10 stangir en þó svo að þessar tvær séu með ótrúlegar vikutölur ná þær ekki Laxá á Ásum sem er með 250 laxa á land í liðinni viku sem gera tæpa 18 laxa á stöngina á dag og það verður seint eða aldrei toppað. Veiðin hefur aðeins hægt á sér á vesturlandi en það er að stórum hluta vegna lækkandi vatns í ánum en ekki vantar laxinn í þær svo mikið er víst. Mikill fiskur er t.d. í Laxá í Dölum, Norðurá, Langá og Þverá en lítið vatn gerir árnar erfiðar viðureignar. Síst þó Langá þar sem hún býr vel að vatnsmiðlun í úr Langavatni en engu að síður má hún alveg við smá rigningu eins og hinar árnar. Það sem gerist við fyrstu almennilegu ágúst rigningarnar á vesturlandi er að laxinn fer af stað í ánum og við þau skilyrði eru ekkert nema veisla á bökkunum. Mest lesið Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði
Veiðin í laxveiðiánum hefur verið góð í sumar og er samkvæmt viðmiðunarám Landssambands Veiðifélaga 22% yfir meðalsumri. Það er sérstaklega áhugavert að skoða vikuveiðina í ánum sem eru hæstar á listanum þessa vikuna en sem dæmi um frábæra veiði er vikuveiðin í Blöndu 734 laxar af öllum svæðum á samtals 14 stangir sem er rúmlega 7 laxar á dagstöngina. Í Miðfjarðará er vikuveiðin 684 laxar á 10 stangir en þó svo að þessar tvær séu með ótrúlegar vikutölur ná þær ekki Laxá á Ásum sem er með 250 laxa á land í liðinni viku sem gera tæpa 18 laxa á stöngina á dag og það verður seint eða aldrei toppað. Veiðin hefur aðeins hægt á sér á vesturlandi en það er að stórum hluta vegna lækkandi vatns í ánum en ekki vantar laxinn í þær svo mikið er víst. Mikill fiskur er t.d. í Laxá í Dölum, Norðurá, Langá og Þverá en lítið vatn gerir árnar erfiðar viðureignar. Síst þó Langá þar sem hún býr vel að vatnsmiðlun í úr Langavatni en engu að síður má hún alveg við smá rigningu eins og hinar árnar. Það sem gerist við fyrstu almennilegu ágúst rigningarnar á vesturlandi er að laxinn fer af stað í ánum og við þau skilyrði eru ekkert nema veisla á bökkunum.
Mest lesið Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði