Mikil úrkoma og vatnavextir milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Miklir vatnavextir eru á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Vísir/Stefán Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni. Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.
Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira