Samvinna Suzuki og Volkswagen á enda Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:43 Ekki verður af samstarfi Suzuki og Volkswagen. Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent