Breiðdalsá tekur vel við sér Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2015 14:30 Það hafa veiðst vænir laxar í Breiðdalsá í sumar Mynd: Nils Folmer Breiðdalsá hefur átt sína bestu daga síðsumars þó svo að sum árin fari veiðin oft vel af stað strax í byrjun júlí. Áinn hefur loksins komist af stað eftir kalda byrjun í sumar í miklu vatni og kulda. Við þau skilyrði bíður laxinn oft átekta eftir því að vatnið hlýni áður en hann gengur upp ánna en sjóbleikjan hefur aftur á móti ekki látið það aftra sér og mikið af henni hefur sést við ós Breiðdalsár. Þegar áinn loksins fór að sjatna í vatni fór laxinn að taka og hafa göngur verið að aukast jafnt og þétt. Í síðustu viku voru komnir 92 laxar á land og er það mun betri veiði en í fyrra eða tæplega tvöföldun. Mikið af vænum laxi er í aflanum en algengt er að sjá 80-90 sm laxa í veiðibókinni. Það lítur vel út með framhaldið í ánni en besti tíminn hefur oftar en ekki verið seinni hluti ágúst mánaðar og síðan er september einnig mjög góður mánuður verði ekki um miklar haustrigningar. Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði
Breiðdalsá hefur átt sína bestu daga síðsumars þó svo að sum árin fari veiðin oft vel af stað strax í byrjun júlí. Áinn hefur loksins komist af stað eftir kalda byrjun í sumar í miklu vatni og kulda. Við þau skilyrði bíður laxinn oft átekta eftir því að vatnið hlýni áður en hann gengur upp ánna en sjóbleikjan hefur aftur á móti ekki látið það aftra sér og mikið af henni hefur sést við ós Breiðdalsár. Þegar áinn loksins fór að sjatna í vatni fór laxinn að taka og hafa göngur verið að aukast jafnt og þétt. Í síðustu viku voru komnir 92 laxar á land og er það mun betri veiði en í fyrra eða tæplega tvöföldun. Mikið af vænum laxi er í aflanum en algengt er að sjá 80-90 sm laxa í veiðibókinni. Það lítur vel út með framhaldið í ánni en besti tíminn hefur oftar en ekki verið seinni hluti ágúst mánaðar og síðan er september einnig mjög góður mánuður verði ekki um miklar haustrigningar.
Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði