Aron hafði betur gegn Birgi Leifi í bráðabana 3. ágúst 2015 18:30 Aron Snær brosir á Nesinu í dag. vísir/andri Átjan ára strákur úr GKG, Aron Snær Júlíusson, gerði sér lítið fyrir og varð hlutskarpastur í Einvíginu á Nesinu sem var haldið í 19. sinn í dag. Aron Snær komst í úrslit gegn atvinnumanninum Birgi Leif Hafþórssyni sem einnig er í GKG. Aron yfirsló upphafshögg sitt á 9. holu aðeins en var inn á braut. Birgir Leifur tók áhættu en aðeins of mikla því hann var einum metra frá því að komast inn á braut við flötina. Birgir Leifur varð því að taka þriðja höggið sitt af teig. Högg Birgis var líklega með þeim fallegri sem hafa sést á 9. holunni á Nesinu. Kúlan stöðvaðist um einum og hálfum metra frá holu og Birgir setti púttið síðan niður. Örn á seinni boltanum en fjögur högg í heildina. Aron Snær þurfti einnig fjögur högg á holuna og því varð að grípa til bráðabana. Eitt högg af um 100 metra færi og högg Arons var nær. Hann vann því þetta mót frekar óvænt en þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt. Stefán Már Stefánsson varð þriðji og Hlynur Geir Hjartarson fjórði. Stefán Már vann höggleikinn sem fór fram fyrr í morgun. Þetta er góðgerðarmót hjá Nesklúbbnum og DHL. Að þessu sinni var það BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem fékk eina milljón króna frá DHL. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Átjan ára strákur úr GKG, Aron Snær Júlíusson, gerði sér lítið fyrir og varð hlutskarpastur í Einvíginu á Nesinu sem var haldið í 19. sinn í dag. Aron Snær komst í úrslit gegn atvinnumanninum Birgi Leif Hafþórssyni sem einnig er í GKG. Aron yfirsló upphafshögg sitt á 9. holu aðeins en var inn á braut. Birgir Leifur tók áhættu en aðeins of mikla því hann var einum metra frá því að komast inn á braut við flötina. Birgir Leifur varð því að taka þriðja höggið sitt af teig. Högg Birgis var líklega með þeim fallegri sem hafa sést á 9. holunni á Nesinu. Kúlan stöðvaðist um einum og hálfum metra frá holu og Birgir setti púttið síðan niður. Örn á seinni boltanum en fjögur högg í heildina. Aron Snær þurfti einnig fjögur högg á holuna og því varð að grípa til bráðabana. Eitt högg af um 100 metra færi og högg Arons var nær. Hann vann því þetta mót frekar óvænt en þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt. Stefán Már Stefánsson varð þriðji og Hlynur Geir Hjartarson fjórði. Stefán Már vann höggleikinn sem fór fram fyrr í morgun. Þetta er góðgerðarmót hjá Nesklúbbnum og DHL. Að þessu sinni var það BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem fékk eina milljón króna frá DHL.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira