Næsti BMW M3 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 15:04 BMW M3. Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent