Kylfusveinninn sem bjargaði meistaranum frá glötun 17. ágúst 2015 14:15 Swatton faðmar grátandi Day að sér. vísir/getty Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri. Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri.
Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00