Átti ekki von á því að fara að gráta 17. ágúst 2015 09:00 Day með tárin í augunum á 18. flötinni. vísir/getty Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Day á risamóti og það sem meira er þá setti hann met. Hann kom í hús á 20 höggum undir pari en metið var 19 högg undir pari á risamóti. Hann sló því bæði Tiger Woods og Jordan Spieth við þar og það sem meira er þá gerði hann það á einum erfiðasta velli Bandaríkjanna, Whistling Straits. Day hafði níu sinnum verið á topp tíu á risamóti og þar af sex sinnum á topp fjórum. Nú fór hann loksins alla leið. Er Day kom upp á 18. flötina og hann áttaði sig á því hvað væri að gerast réð hann ekki við sig og grét áður en hann kláraði holuna. „Ég átti ekki von á því að ég myndi fara að gráta. Tilfinningarnar brutust út því ég hef svo oft verið nálægt þessu en aldrei tekist það áður," sagði Day er hann hafði jafnað sig aðeins. Jordan Spieth varð annar og reyndi að setja pressu á Day en honum var ekki haggað. Hann spilaði öruggt golf og gaf engin færi á sér. „Að spila svona vel á erfiðum velli með Jordan á eftir mér var frábært. Það áttu flestir von á því að hann myndi vinna. Ég gæti ekki beðið um meira og er afar hamingjusamur." Golf Tengdar fréttir Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Day gaf engin færi á sér á lokahringnum og komst á spjöld golfsögunnar með magnaðri frammistöðu alla helgina á PGA-meistaramótinu. 16. ágúst 2015 23:01 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Day á risamóti og það sem meira er þá setti hann met. Hann kom í hús á 20 höggum undir pari en metið var 19 högg undir pari á risamóti. Hann sló því bæði Tiger Woods og Jordan Spieth við þar og það sem meira er þá gerði hann það á einum erfiðasta velli Bandaríkjanna, Whistling Straits. Day hafði níu sinnum verið á topp tíu á risamóti og þar af sex sinnum á topp fjórum. Nú fór hann loksins alla leið. Er Day kom upp á 18. flötina og hann áttaði sig á því hvað væri að gerast réð hann ekki við sig og grét áður en hann kláraði holuna. „Ég átti ekki von á því að ég myndi fara að gráta. Tilfinningarnar brutust út því ég hef svo oft verið nálægt þessu en aldrei tekist það áður," sagði Day er hann hafði jafnað sig aðeins. Jordan Spieth varð annar og reyndi að setja pressu á Day en honum var ekki haggað. Hann spilaði öruggt golf og gaf engin færi á sér. „Að spila svona vel á erfiðum velli með Jordan á eftir mér var frábært. Það áttu flestir von á því að hann myndi vinna. Ég gæti ekki beðið um meira og er afar hamingjusamur."
Golf Tengdar fréttir Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Day gaf engin færi á sér á lokahringnum og komst á spjöld golfsögunnar með magnaðri frammistöðu alla helgina á PGA-meistaramótinu. 16. ágúst 2015 23:01 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Day gaf engin færi á sér á lokahringnum og komst á spjöld golfsögunnar með magnaðri frammistöðu alla helgina á PGA-meistaramótinu. 16. ágúst 2015 23:01