Innlent

Fjórir leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota eftir helgina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. vísir/gva
Alls leituðu fjórir aðstoðar um og eftir helgina á neyðarmóttöku Landspítalans í kjölfar kynferðisbrota.

„Það eru einhverjir sem leita til okkar eftir flestar helgar ársins,“ segir Eyrún Jónsdóttir verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans í samtali við Vísi.

Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum um helgina með Gleðigöngunni en tugir þúsunda voru samankomnir í miðbæ Reykjavíkur í kringum gönguna. Eyrún segir að svipaður fjöldi leiti aðstoðar móttökunnar um hverja helgi og því sé ekki unnt að fullyrða að þolendurnir hafi sérstaklega tengst göngunni.

Að sögn Eyrúnar hafa tæplega hundrað þolendur kynferðisbrota leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni það sem af er ári eða rúmlega tíu að meðaltali í mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×