Blanda komin í 3561 lax Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2015 09:06 Mokveiði hefur verið í Blöndu í sumar Mynd. Lax-Á Veiðin í Blöndu heldur áfram að vera ævintýralega góð og hún gæti með sama áframhaldi farið yfir 4000 laxa. Það er alveg með ólíkindum hvað veiðin í Blöndu er góð í sumar en áinn er komin langt fram úr öllum væntingum enda hefur eldra veiðimetið í henni verið slegið og þaðrækilega. Árið 1975 veiddust 2363 laxar og hefur hingað til alltaf verið miðað við að 2000 laxa sumar væri mjög gott. Það þarf að endurhugsa það alveg frá grunni eftir þetta sumar því ennþá veiðist vel í Blöndu og ekki útlit fyrir yfirfall á næstunni. Það er alveg óhætt að spá henni upp í eða upp fyrir 4000 laxa en það er þá næstum því tvöföldun frá gamla metinu. Öl svæðin eru inni en svæði I hefur auðvitað verið sterkast í sumar. Efri svæðin III og IV eru þó að koma mjög sterk inn og mikið af laxi er að finna á sumum stöðum. Svæði II gefur minna en er að sama skapi ekki stundað af sama kappi og hin en engu að síður er það eitt af flotustu veiðisvæðum Blöndu. Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Veiðin í Blöndu heldur áfram að vera ævintýralega góð og hún gæti með sama áframhaldi farið yfir 4000 laxa. Það er alveg með ólíkindum hvað veiðin í Blöndu er góð í sumar en áinn er komin langt fram úr öllum væntingum enda hefur eldra veiðimetið í henni verið slegið og þaðrækilega. Árið 1975 veiddust 2363 laxar og hefur hingað til alltaf verið miðað við að 2000 laxa sumar væri mjög gott. Það þarf að endurhugsa það alveg frá grunni eftir þetta sumar því ennþá veiðist vel í Blöndu og ekki útlit fyrir yfirfall á næstunni. Það er alveg óhætt að spá henni upp í eða upp fyrir 4000 laxa en það er þá næstum því tvöföldun frá gamla metinu. Öl svæðin eru inni en svæði I hefur auðvitað verið sterkast í sumar. Efri svæðin III og IV eru þó að koma mjög sterk inn og mikið af laxi er að finna á sumum stöðum. Svæði II gefur minna en er að sama skapi ekki stundað af sama kappi og hin en engu að síður er það eitt af flotustu veiðisvæðum Blöndu.
Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði