Metsala Subaru WRX og STI í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Subaru WRX STI er nú feykilega eftirsóttur í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent