Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2015 15:27 Veiðimenn fagna rigningu sem er spáð á morgun Laxveiðiárnar á vesturlandi eru flestar orðnar ansi vatnslitlar en það hefur mikil áhrif á veiðitölur úr ánum. Þegar vikulegur listi Landssambands Veiðifélaga kemur á vefinn sést að vikuveiðin í ánum er búin að vera góð en málið er að hún gæti vel verið ennþá betri. Það sem hefur dregið úr veiðinni, þá sérstaklega á vesturlandi, er vatnsleysi sem plagar veiðimenn ansi mikið þessa dagana því laxinn tekur mjög illa í litu vatni en nóg virðist vera af laxi í ánum þessa dagana. Nú horfir loksins til betri vegar, í bili að minnsta kosti, því samkvæmt veðurspá er fyrsta haustlægðin á leiðinni með tilheyrandi hitabeltisúrkomu en það á eftir að kæta veiðimenn mikið en aðra landsmenn minna. Það sem gerist við þessi skilyrði er að sú úrkoman mikil á skömmum tíma, þá litast árnar gjarnan mikið og hækka hratt á stuttum tíma. Þar sem mesta veðrið á að ganga niður á rúmlega sólarhring verður þetta að öllum líkindum eins og happdrættisvinningur fyrir þá sem á eftir koma. Þegar laxveiðiá sem hefur verið vatnslítil um tíma, með tilheyrandi tökuleysi, hækkar svo hratt í vatni, litast og að því loknu fer hún að sjatna aftur og liturinn fer rólega úr henni fer laxinn oft að taka gífurlega vel. Veiðimenn sem eiga daga framundan í ánum á vesturlandi tala um þetta sem "bingó" og auðvitað er tilhlökkunin mikil enda ekki oft sem veiðimenn lenda í þessum skilyrðum. Það er þess vegna meira en líklegt að komandi helgi í ám eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Þverá, Norðurá, Grímsá, Laxá í dölum og Haffjarðará, ásamt öðrum ám á vesturlandi, verði sannkölluð veiðiveisla. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 63 laxar á eina stöng í Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði
Laxveiðiárnar á vesturlandi eru flestar orðnar ansi vatnslitlar en það hefur mikil áhrif á veiðitölur úr ánum. Þegar vikulegur listi Landssambands Veiðifélaga kemur á vefinn sést að vikuveiðin í ánum er búin að vera góð en málið er að hún gæti vel verið ennþá betri. Það sem hefur dregið úr veiðinni, þá sérstaklega á vesturlandi, er vatnsleysi sem plagar veiðimenn ansi mikið þessa dagana því laxinn tekur mjög illa í litu vatni en nóg virðist vera af laxi í ánum þessa dagana. Nú horfir loksins til betri vegar, í bili að minnsta kosti, því samkvæmt veðurspá er fyrsta haustlægðin á leiðinni með tilheyrandi hitabeltisúrkomu en það á eftir að kæta veiðimenn mikið en aðra landsmenn minna. Það sem gerist við þessi skilyrði er að sú úrkoman mikil á skömmum tíma, þá litast árnar gjarnan mikið og hækka hratt á stuttum tíma. Þar sem mesta veðrið á að ganga niður á rúmlega sólarhring verður þetta að öllum líkindum eins og happdrættisvinningur fyrir þá sem á eftir koma. Þegar laxveiðiá sem hefur verið vatnslítil um tíma, með tilheyrandi tökuleysi, hækkar svo hratt í vatni, litast og að því loknu fer hún að sjatna aftur og liturinn fer rólega úr henni fer laxinn oft að taka gífurlega vel. Veiðimenn sem eiga daga framundan í ánum á vesturlandi tala um þetta sem "bingó" og auðvitað er tilhlökkunin mikil enda ekki oft sem veiðimenn lenda í þessum skilyrðum. Það er þess vegna meira en líklegt að komandi helgi í ám eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Þverá, Norðurá, Grímsá, Laxá í dölum og Haffjarðará, ásamt öðrum ám á vesturlandi, verði sannkölluð veiðiveisla.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 63 laxar á eina stöng í Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði