600 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins á fyrstu 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:56 Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent