Tvöfalt stórslys Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Nú þegar sumri hallar er lítið lát á heimsóknum útlendra gesta í Reykjavík. Göngutúr um Kvosina minnir á 17. júní, slíkur er fjöldi ferðamanna. Fréttir herma að fundarsalir og gisting séu ekki á lausu næstu misserin þrátt fyrir öll hótelin og heimagistinguna. Svo áfram verður gestkvæmt. Umheimurinn hefur uppgötvað að vetur norður undir heimskautsbaug er heillandi. Norðurljós og hressilegur hríðarbylur freista margra sem búa við tilbreytingarsnautt veðurfar. Fólki sem býr við bjartan dag og dimma nótt árið um kring þykir myrkur vetrardagur spennandi ekki síður en bjartar sumarnætur. Það er góð búbót fyrir okkur og lyftistöng, sem gerir Reykjavík að líflegri bæ. En þessu fylgja vaxtarverkir. Miðbærinn er að verða einsleitur. Hótel, gistiheimili, kaffihús, matstaðir og túristabúðir raska jafnvæginu. Daglegt líf okkar eyjarskeggja þarf meira rými. Aðdráttaraflið glatast ef ekki þrífast vinnustaðir og híbýli bæjarbúa. Snjallir arkitektar kunna ráð við þessu. Þeir geta gætt vöruskemmur og yfirgefnar verksmiðjur lífi. Chelsea í New York og Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn eru dæmi um vel heppnaða endurlífgun hnignandi borgarhluta. Í yfirgefnum skemmum blómstrar mannlíf í kringum fínustu gallerí, nýtísku skrifstofur og frumlega mannabústaði. Á Landspítalalóðinni er samansafn ósamstæðra bygginga. Margar eru úreltar. Það er verkefni arkitekta að finna þeim nýtt hlutverk. Þær gætu hýst heilsugæslu, skóla, hótel, matvörubúðir, banka, læknastofur, íbúðir og hvaðeina – snjallir fagmenn kunna svör við því. Sjálft djásnið, gamli Landspítalinn, gæti orðið nýtt Listasafn Íslands og Listasafnið við Tjörnina breyst í langþráð Náttúruminjasafn. Um leið myndi létta á miðbænum. Líklega má hagnast á öllu saman og nota afraksturinn sem útborgun í nýjan spítala, sérhannað hús sem rúmt væri um og uppfyllti ýtrustu kröfur. Það gæti risið á Vífilsstöðum, í Fossvogi eða á góðri lóð í austurborginni. Ný bygging yrði notadrýgri og ódýrari en bútasaumurinn sem er á teikniborðinu. Fínar hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um nýtt hlutverk fyrir lögreglustöðina á Hlemmi og Þjóðskjalasafnið efst á Laugavegi eru greinar á sama meiði. Varnaðarorð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um stórkarlaleg byggingaráform eru líka athyglisverð. Skotgrafatónninn dregur þó úr vægi orðanna. Svo kastar hann steini úr glerhúsi því lóðir ríkisins í miðborginni eru til skammar. En áhugi ráðherrans er lofsverður. En höldum okkur við Landspítalalóðina. Þar er tvöfalt stórslys í uppsiglingu. Borgarstjóri og forsætisráðherra og allt þeirra lið þurfa að sameinast um að afstýra slysinu. Efna þarf til hugmyndasamkeppni með tvíþættu markmiði – að standa vörð um mannlífið í miðborginni og finna nýjum Landspítala verðugan stað þar sem hann fær að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun
Nú þegar sumri hallar er lítið lát á heimsóknum útlendra gesta í Reykjavík. Göngutúr um Kvosina minnir á 17. júní, slíkur er fjöldi ferðamanna. Fréttir herma að fundarsalir og gisting séu ekki á lausu næstu misserin þrátt fyrir öll hótelin og heimagistinguna. Svo áfram verður gestkvæmt. Umheimurinn hefur uppgötvað að vetur norður undir heimskautsbaug er heillandi. Norðurljós og hressilegur hríðarbylur freista margra sem búa við tilbreytingarsnautt veðurfar. Fólki sem býr við bjartan dag og dimma nótt árið um kring þykir myrkur vetrardagur spennandi ekki síður en bjartar sumarnætur. Það er góð búbót fyrir okkur og lyftistöng, sem gerir Reykjavík að líflegri bæ. En þessu fylgja vaxtarverkir. Miðbærinn er að verða einsleitur. Hótel, gistiheimili, kaffihús, matstaðir og túristabúðir raska jafnvæginu. Daglegt líf okkar eyjarskeggja þarf meira rými. Aðdráttaraflið glatast ef ekki þrífast vinnustaðir og híbýli bæjarbúa. Snjallir arkitektar kunna ráð við þessu. Þeir geta gætt vöruskemmur og yfirgefnar verksmiðjur lífi. Chelsea í New York og Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn eru dæmi um vel heppnaða endurlífgun hnignandi borgarhluta. Í yfirgefnum skemmum blómstrar mannlíf í kringum fínustu gallerí, nýtísku skrifstofur og frumlega mannabústaði. Á Landspítalalóðinni er samansafn ósamstæðra bygginga. Margar eru úreltar. Það er verkefni arkitekta að finna þeim nýtt hlutverk. Þær gætu hýst heilsugæslu, skóla, hótel, matvörubúðir, banka, læknastofur, íbúðir og hvaðeina – snjallir fagmenn kunna svör við því. Sjálft djásnið, gamli Landspítalinn, gæti orðið nýtt Listasafn Íslands og Listasafnið við Tjörnina breyst í langþráð Náttúruminjasafn. Um leið myndi létta á miðbænum. Líklega má hagnast á öllu saman og nota afraksturinn sem útborgun í nýjan spítala, sérhannað hús sem rúmt væri um og uppfyllti ýtrustu kröfur. Það gæti risið á Vífilsstöðum, í Fossvogi eða á góðri lóð í austurborginni. Ný bygging yrði notadrýgri og ódýrari en bútasaumurinn sem er á teikniborðinu. Fínar hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um nýtt hlutverk fyrir lögreglustöðina á Hlemmi og Þjóðskjalasafnið efst á Laugavegi eru greinar á sama meiði. Varnaðarorð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um stórkarlaleg byggingaráform eru líka athyglisverð. Skotgrafatónninn dregur þó úr vægi orðanna. Svo kastar hann steini úr glerhúsi því lóðir ríkisins í miðborginni eru til skammar. En áhugi ráðherrans er lofsverður. En höldum okkur við Landspítalalóðina. Þar er tvöfalt stórslys í uppsiglingu. Borgarstjóri og forsætisráðherra og allt þeirra lið þurfa að sameinast um að afstýra slysinu. Efna þarf til hugmyndasamkeppni með tvíþættu markmiði – að standa vörð um mannlífið í miðborginni og finna nýjum Landspítala verðugan stað þar sem hann fær að vaxa og dafna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun