Valdís og Ólafía byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2015 17:43 Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á tveimur höggum undir pari. mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó. Golf Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó.
Golf Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira