Jordan Spieth í vandræðum á fyrsta hring á Barclays Kári Örn Hinriksson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Spieth var ekki samkvæmur sjálfum sér á fyrsta hring. Vísir/Getty Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira