Fjórði Billy Elliot bætist í hópinn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Bjarni ætlar sér stóra hluti í leiklistarheiminum í framtíðinni en hann hefur staðið sig vel í sýningunni Billy Elliot. Vísir/AntonBrink Bjarni Kristbjörnsson mun von bráðar bætast í hóp drengjanna sem leika Billy Elliot á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hingað til verið annar af tveimur leikurum sem leika Michael, sem er besti vinur Billy í sýningunni. Hann hefur verið að æfa fyrir nýja hlutverkið frá því í febrúar samhliða því að leika hlutverk Michaels. Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, segir að ákveðið hafi verið að bæta við fjórða Billy leikaranum þar sem strákarnir stækka fljótt og það gæti þurft að hafa einn tilbúinn sem gæti tekið við keflinu í vetur. Ekki er vitað hvenær fyrsta sýning Bjarna verður sem Billy en það mun gerast bráðlega. Bjarni er aðeins 12 ára gamall en hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Billy á sínum tímum en þá var hann fingurbrotinn og í gipsi upp á handlegginn. Það var svo ekki fyrr en í nóvember sem hann fékk símhringingu þar sem honum var boðið aukahlutverk sem besti vinur Billy, sem hann þáði með glöðu geði. „Sá sem lék Michael var að stækka og ég var fenginn til þess að létta á álaginu. Eftir að ég kom fram í minni fyrstu sýningu þá var hringt í foreldra mína þar sem framleiðendurnir sögðust vilja fá mig til þess að æfa fyrir hlutverk Billy. Ég var í algjöru sjokki og varð svakalega glaður.“Baldvin Alan Thorarensen, Sölvi Viggósson, Hjörtur Viðar Sigurðarson og Bjarni Kristbjörnsson hafa allir staðið sig frábærlega á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur. Vísir/AntonBrinkÆfingar hafa staðið yfir í allt sumar og þurfa strákarnir að fá frí yfir hluta skóladagsins til þess að komast á æfingar. „Kennararnir mínir eru mjög jákvæðir gagnvart þessu og þetta er ekkert mál. Ég hef tíma til að gera heimavinnuna þegar hinn Michael sýnir og ég er á stand-by. Við fengum þriggja vikna frí í sumar en annars erum við búnir að vera á æfingum næstum alla daga.“ Bjarni segir það ekki vera flókið að æfa eitt hlutverk en leika annað hlutverk á sviði. „Ég lít bara á þetta sem dyr. Ég opna Billy-dyrnar og loka Michael-dyrunum þegar ég er á æfingum og svo öfugt þegar ég sýni. Það er góð stemning í hópnum og við erum svo mikið saman að við erum orðnir vel tengdir.“ Söngleikurinn er fyrsta hlutverk Bjarna í atvinnuleikhúsi en hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Sumarbörn og hefur verið á námskeiðum Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklistarheiminum og ég ætla að halda áfram að mæta í prufur eftir að Billy Elliott-sýningarnar klárast. Ég hef verið að æfa fimleika sem hefur hjálpað mér mjög mikið í hlutverkinu en ég stefni á að komast í landsliðið í fimleikum einhvern daginn.“ Þrátt fyrir að Bjarni hafi áður reynt fyrir sér í leiklistinni þá er hann nýr í dansinum. „Ég æfði hiphop-dans í einhvern tíma en hef aldrei áður dansað steppdans. Hann er samt ekki það erfiður þegar maður er kominn með grunninn.“ Allir fjórir Billy-leikararnir munu koma fram á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn á opnu húsi sem er velkomið öllum. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Bjarni Kristbjörnsson mun von bráðar bætast í hóp drengjanna sem leika Billy Elliot á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hingað til verið annar af tveimur leikurum sem leika Michael, sem er besti vinur Billy í sýningunni. Hann hefur verið að æfa fyrir nýja hlutverkið frá því í febrúar samhliða því að leika hlutverk Michaels. Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, segir að ákveðið hafi verið að bæta við fjórða Billy leikaranum þar sem strákarnir stækka fljótt og það gæti þurft að hafa einn tilbúinn sem gæti tekið við keflinu í vetur. Ekki er vitað hvenær fyrsta sýning Bjarna verður sem Billy en það mun gerast bráðlega. Bjarni er aðeins 12 ára gamall en hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Billy á sínum tímum en þá var hann fingurbrotinn og í gipsi upp á handlegginn. Það var svo ekki fyrr en í nóvember sem hann fékk símhringingu þar sem honum var boðið aukahlutverk sem besti vinur Billy, sem hann þáði með glöðu geði. „Sá sem lék Michael var að stækka og ég var fenginn til þess að létta á álaginu. Eftir að ég kom fram í minni fyrstu sýningu þá var hringt í foreldra mína þar sem framleiðendurnir sögðust vilja fá mig til þess að æfa fyrir hlutverk Billy. Ég var í algjöru sjokki og varð svakalega glaður.“Baldvin Alan Thorarensen, Sölvi Viggósson, Hjörtur Viðar Sigurðarson og Bjarni Kristbjörnsson hafa allir staðið sig frábærlega á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur. Vísir/AntonBrinkÆfingar hafa staðið yfir í allt sumar og þurfa strákarnir að fá frí yfir hluta skóladagsins til þess að komast á æfingar. „Kennararnir mínir eru mjög jákvæðir gagnvart þessu og þetta er ekkert mál. Ég hef tíma til að gera heimavinnuna þegar hinn Michael sýnir og ég er á stand-by. Við fengum þriggja vikna frí í sumar en annars erum við búnir að vera á æfingum næstum alla daga.“ Bjarni segir það ekki vera flókið að æfa eitt hlutverk en leika annað hlutverk á sviði. „Ég lít bara á þetta sem dyr. Ég opna Billy-dyrnar og loka Michael-dyrunum þegar ég er á æfingum og svo öfugt þegar ég sýni. Það er góð stemning í hópnum og við erum svo mikið saman að við erum orðnir vel tengdir.“ Söngleikurinn er fyrsta hlutverk Bjarna í atvinnuleikhúsi en hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Sumarbörn og hefur verið á námskeiðum Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklistarheiminum og ég ætla að halda áfram að mæta í prufur eftir að Billy Elliott-sýningarnar klárast. Ég hef verið að æfa fimleika sem hefur hjálpað mér mjög mikið í hlutverkinu en ég stefni á að komast í landsliðið í fimleikum einhvern daginn.“ Þrátt fyrir að Bjarni hafi áður reynt fyrir sér í leiklistinni þá er hann nýr í dansinum. „Ég æfði hiphop-dans í einhvern tíma en hef aldrei áður dansað steppdans. Hann er samt ekki það erfiður þegar maður er kominn með grunninn.“ Allir fjórir Billy-leikararnir munu koma fram á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn á opnu húsi sem er velkomið öllum.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira