Glímukappi og rokkstjarna 27. ágúst 2015 11:30 Saga Sigurðardóttir bregður sér í ýmis karlmannleg hlutverk í sýningunni, hér er það rokkarinn sem á sviðið. Vísir/Ernir „Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“ Menning Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“
Menning Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira