Toyota að hefja aftur framleiðslu í Tianjin Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 14:56 Brunnir bílar í Tianjin. Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent