Yrðlingarnir alltaf tilbúnir að veiða hrút Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 11:45 Þau Guðrún Ýr og Benedikt eru meðal ellefu barna sem leika yrðlinga í óperunni Baldursbrá. Vísir Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju. Krakkar Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju.
Krakkar Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira