Túlkunin er frjálsari núna en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:00 Fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið, segir Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona. Vísir/GVA Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“ Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira